Ætla að nota lyf til að svæfa dýr í aftökum

Fangavörður stendur fyrir framan fangaklefa á dauðadeild í bandarísku fangelsi.
Fangavörður stendur fyrir framan fangaklefa á dauðadeild í bandarísku fangelsi. Reuters

Ohio-fylki í Bandaríkjunum tilkynnti í dag að það hygðist breyta reglum um dauðarefsingar þannig að nú yrði notast við lyf sem yfirleitt er notað til að svæfa dýr við aftökur í fylkinu í stað lyfsins thiopental. Bandarískur framleiðandi lyfsins tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hætta framleiðslu lyfsins.

Deyfingarlyfið, sem kallast pentoarbital, sem yfirleitt er notað til að svæfa dýr, hefur þegar verið notað við aftökur á þremur mönnum vegna skorts á thiopental sem hefur verið viðvarandi frá miðju síðasta ári.

Greindu yfirvöld í fylkinu frá því að þau hefðu látið alríkisdómara vita af því að það ætlaði að gera breytingar á banvænum sprautum sem notaðar eru við aftökur.

Ohio og Washington eru einu fylki Bandaríkjanna sem taka fanga af lífi með einum og öflugum skammti af deyfilyfi. Ohio skipti yfir í notkun á einu lyfi fyrir rúmu ári eftir að aftaka mistókst í september 2009. Þá varð fangin Rommel Broom fyrsti maðurinn til að lyfa af aftöku í Bandaríkjunum í 60 ár.

Önnur ríki nota blöndu þriggja lyfja sem hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt og hefur thiopental verið eitt þeirra. Það hefur hins vegar verið ófáanlegt og hafa fylkin því þurft að fresta aftökum eða að leita annarra úrræða.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert