Danskur þingflokksformaður hættir

Henriette Kjær.
Henriette Kjær.

Henriette Kjær, þingflokksformaður Íhaldsflokksins í Danmörku, sagði af sér í morgun og tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri á danska þinginu í haust. Kjær er annar forustumaður flokksins sem segir af sér á stuttum tíma en Lene Espersen, leiðtogi flokksins, sagði af sér fyrir rúmri viku. 

Mjög hefur verið þrýst á Kjær að segja af sér vegna upplýsinga, sem komið hafa fram um fjármál hennar og eiginmanns hennar, Eriks Skovs Pedersens. Þá hefur tengdamóðir Kjær sakað hana og son sinn um að hafa tekið lán í hennar nafni. 

Tom Behnke hefur verið kjörinn þingflokksformaður Íhaldsflokksins en Carina Christensen verður sérstakur talsmaður flokksins.

Íhaldsflokkurinn myndar ríkisstjórn í Danmörku ásamt Venstre. Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn en hún nýtur stuðnings Danska þjóðarflokksins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka