Of dýrt fyrir Bandaríkin

Barack Obama heilsar John Boehner, repúblikana og forseta fulltrúadeildarinnar.
Barack Obama heilsar John Boehner, repúblikana og forseta fulltrúadeildarinnar. Reuters

Repúblikanar, sem hafa nú meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, leggjast gegn beiðni Baracks Obamas Bandaríkjaforseta um aukafjárveitingar til menntamála, vísindarannsókna og uppbyggingar innviða samfélagsins. Repúblikanar telja að bandaríska ríkið hafi ekki efni á fjárveitingunum.

Obama lagði í kosningabaráttu sinni haustið 2008 áherslu á mikilvægi þess að byggja upp innviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu í Bandaríkjunum og ítrekaði þau skilaboð sín þegar hann heimsótti álverksmiðju í Wisconsin í dag, miðvikudag.

Lýsti hann þar yfir þeirri skoðun sinni að Bandaríkjamenn þyrftu að herða róðurinn í viðskiptum, enda væri samkeppnin við erlend fyrirtæki hörð.

Paul Ryan, þingmaður repúblikana frá Wisconsin, hafnaði hins vegar ósk forsetans um viðbótarfjárveitingar.

„Skuldir ríkisins munu senn vaxa þjóðarframleiðslunni upp fyrir herðar og ná hamfaramörkum á komandi árum,“ sagði Ryan.

En áætlað er að skuldir bandaríska ríkisins aukist um 4 milljarða dala á dag, eða sem nemur um 464 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert