Papúamenn krefjast sjálfstæðis

Ættflokkur í Papúa Nýju Gíneu.
Ættflokkur í Papúa Nýju Gíneu. Reuters

Hundruð Papúamanna mótmæltu yfirráðum Indónesíu á götum úti í morgun og kröfðust kosninga um sjálfstæði þjóðarinnar.

Papúa er sjálfsstjórnarríki, en tilheyrir Indónesíu. 

Mótmælendur báru svarta líkkistu, sem hulin var klæði með áletruninni: Sjálfsstjórnarríkið er dáið í Papúa.  Þeir hrópuðu slagorðá borð við: „Indónesía er nýlenduveldi, Indónesía er kúgari, Indónesía er þjófur.“

Einnig var þjóðþingi ættbálkaleiðtoga  landsins mótmælt og her Indónesíu sakaður um að hafa beitt íbúa landsins harðræði.

Erlendir blaða- og fréttamenn og hjálparstarfsmenn hafa ekki fengið að fara inn í landið til að sjá hvort þessar ásakanir eigi við rök að styðjast.

Á mánudaginn voru þrír indónesískir hermenn dæmdir í tíu mánaða fangelsi fyrir gróft ofbeldi gegn óbreyttum borgurum í Papúa. Margir hafa orðið til að gagnrýna dóminn fyrir að vera of vægur, þar á meðal ýmis mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert