Bandaríska geimferðarstofnunin NASA minnist þess á morgun að 25 ár eru liðin frá Challenger-slysinu. Þá aðeins sjötíu og þremur sekúndum eftir að flaugin fór í loftið sprakk hún í loft upp og létust sjö geimfarar í sprengingunni.
Á vísindavef Háskóla Íslands segir, að Challenger hafi verið í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2.040 km hraða á klukkustund.
Víðs vegar um Bandaríkin horfðu nemendur grunnskóla á geimskotið í beinni útsendingu en um borð í flauginni var Christa McAuliffe sem átti að verða fyrsti almenni borgarinn til að fara út í geiminn en hún var kennari að mennt.