Baráttumaður fyrir réttindum samkynheigðra myrtur

David Kato.
David Kato.

Aðgerðarsinn­ar í Úganda segja að ráðist hafi verið á Dav­id Kato, sem barðist fyr­ir rétt­ind­um sam­kyn­hneigðra, og hann bar­inn til dauða. Lög­regl­an staðfest­ir að Kato sé lát­inn og rann­sak­ar nú málið. Það vakti at­hygli þegar Kato fór í mál við dag­blað í Úganda, sem sakaði hann um sam­kyn­hneigð.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að frétta­blaðið Roll­ing Stone í Úganda hafi birt ljós­mynd­ir af nokkr­um ein­stak­ling­um í fyrra sem blaðið sagði að væru sam­kyn­hneigðir. Var fyr­ir­sögn blaðsins skýr, eða „Hengið þá“. 

Sam­kyn­hneigð at­hæfi eru bönn­um með lög­um í Úganda og þeir sem ger­ast sek­ir um slíkt geta verið dæmd­ir í 14 ára fang­elsi.

Ný­verið reyndi þingmaður í land­inu að herða refs­ing­una. Hann fór jafn­vel fram á að dauðarefs­ingu yrði beitt við til­tekn­ar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert