Vetrarhörkur vestanhafs

Vetrarfærð er nú á austurströnd Bandaríkjanna og hafa samgöngur raskast vegna veðurs og víða hefur orðið rafmagnlaust. Vegna snjókomu og óveðurs þá hefur að tekið suma ökumenn margar klukkustundir að komast stuttar vegalengdir.

Talið er að um eitt þúsund heimili hafi orðið rafmagnslaus í óveðri sem gekk yfir Washington í gær. Veðurfræðingar spá mikilli ofankomu í New York. 

Íbúar í borginni taka lífinu með stóískri ró, en taka þó fram að þeir vonist til þess að það muni ekki snjóa jafn mikið í borginni og gerði í desember sl. Þá lokuðust margar götur í kjölfar mikils hvassvirðis og snjókomu. Voru stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir að hafa tekið illa á málum.

„Ég ólst upp í Boston. Þar snjóaði gríðarlega mikið og þú verður einfaldlega að taka á því sem náttúran tekur upp á. Til allrar hamingju, þá höfum við ekki þurft að glíma við það sem önnur ríki eða lönd hafa þurft að takast á við, allt frá flóðum eða þurrkum til óveðurs þar sem fólk hefur týnt lífinu,“ segir Michael Bloomberg, borgarstjóri New York.

Hann segir að borgaryfirvöld séu reiðubúin að þessu sinni. Götur verði saltaðar og snjóruðningstæki muni aka um götur borgarinnar 12 tíma á dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert