Finnskur stjórnmálamaður ákærður

Ilkka Kanerva.
Ilkka Kanerva.

Finnski þingmaðurinn  Ilkka Kanerva, sem neyddist árið 2008 til að segja af sér embætti utanríkisráðherra fyrir að sýna nektardansmær kynferðislega áreitni með SMS-sendingum, hefur verið ákærður fyrir mútuþægni.

Ákæran tengist afmælisveislu, sem haldin var fyrir Kanerva árið 2008 þegar hann varð sextugur. Í ljós hefur komið, að kaupsýslumenn sem vildu fá stuðning ráðherrans við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir, greiddu fyrir veisluna en hún kostaði um 50 þúsund evrur, 8 milljónir króna.

Veislan komst í fréttir finnskra fjölmiðla á sínum tíma vegna þess að Kanerva mætti ekki á mikilvægan fund hjá Evrópusambandinu í Brussel vegna hennar.  

Ríkissaksóknari Finnlands segir í tilkynningu, að Kanerva og fjórir kaupsýslumenn hafi veirð ákærðir í málinu. Þar kemur fram að þeir neiti allir sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka