Zahi Hawass, þekktasti fornleifafræðingur Egyptalands, sagði í samtali við egypska ríkissjónvarpið í kvöld að þrátt fyrir að reynt hefði verið að verja söfn í landinu hefðu ólátaseggir ráðist inn í safn og skemmt tvær múmíur sem voru þar til sýnis.
Í Egyptalandi eru varðveittir nokkrir af helstu og elstu dýrgripum heimsins. Óttast hefur verið að í mótmælum síðustu daga væri þessum munum hætta búin. Starfsmenn safna og lögregla hafa reynt að tryggja öryggi safna.
Stórt safn er skammt frá höfuðstöðvum stjórnarflokksins sem kveikt var í í gær, en það varð ekki fyrir skemmdum.