Sterkur skjálfti við Jan Mayen

Hópur vísndamanna starfar á Jan Mayen.
Hópur vísndamanna starfar á Jan Mayen.

Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,1 reið yfir í dag, en upptök skjálftans eru nærri Jan Mayen. Skjálftinn fannst vel á eyjunni þar sem vísindamenn dvelja.

Í fréttaskeytum segir að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 700 kílómetra norðaustur af Íslandi.

Verdens Gang hefur eftir Per Erik Hanevold, vísindamanni á Jan Mayen, að hann hafi aldrei áður fundi fyrir jafnstórum skjálfta. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, m.a. einn sem var 4,8 að stærð.

Ekki hefur komið jafnstór jarðskjálfti á þessu svæði síðan árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert