Forsetinn geti slökkt á netinu

Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður
Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að dusta rykið af frumvarpi sem myndi gera þeim kleift að „slökkva á“ internetinu. Þetta gera þau á sama tíma og Egypsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að gera einmitt það, til þess að afvopna mótmælendur sem hafa stillt strengi sína saman á vefnum.

Susan Collins, þingmaður Repúblikana, talar fyrir frumvarpinu sem gerði forseta Bandaríkjanna það kleift að stöðva öll samskipti um netið. Hugsunin sem býr þar að baki er sú að þannig verði hægt að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti ógnað þjóðaröryggi.

Fyrrverandi varaforsetaframbjóðandinn Joseph Lieberman, sem situr á þingi sem óháður, er einnig flutningsmaður frumvarpsins. Frumvarpið var afgreitt úr nefnd um miðjan desember, og verður því að líkum flutt á nýju þingi.

Yfirvöld í Egyptalandi skipuðu fjórum stærstu netveitum landsins að loka fyrir aðgang notenda sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert