Ísraelsmenn óttast að landamærin verði opnuð

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Reuters

Stjórnvöld í Ísrael óttast hvað muni gerast við landamæri Egyptalands og Gaza-svæðisins ef Hosni Múbarak, forseti Egyptalands, hrökklast frá völdum.

Egyptaland og Ísrel gerðu með sér friðarsamkomulag fyrir rúmlega 30 árum og stjórnvöld í Egyptalandi hafa leyft mjög takmarkaða umferð yfir landamærin til Gaza. Ísraelsmenn hafa lagt mikla áherslu á að tryggja að ekki berist vopn inn til Gaza frá Ísrael. Enginn veit hvað muni gerast við landamærin við Gaza ef Múbarak fer frá völdum.

Tíðir fundir eru í Jerúsalem vegna málsins, en reiknað er með að stjórnvöld í Ísrael séu að reyna að búa til áætlun um viðbrögð við því sem kanna að gerast á næstu dögum.

Tugi þúsundir manna eru á götum úti í Egyptalandi. Í Alexandríu hrópa mótmælendur: „Nei Múbarak, nei Suleiman“ (varaforsetinn sem Múbarak skipaði í gær). Fréttamaður BBC í Kaíró segir að svo virðist sem egypski herinn hafi ekki fengið skýr fyrirmæli um hvernig hann eigi að bregðast við mótmælunum. Hann segir að uggur sé í fólki.

Mótmælendur halda því fram að óeinkennisklæddir lögreglumenn fari um rænandi í þeim tilgangi að reyna að koma óorði á mótmælendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert