Mótmælendur ráða miðborg Kaíró í Egyptalandi. Hermenn eru meira og minna horfnir af götum miðborgarinnar. Al Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að herinn hafi fengið fyrirskipun um að skjóta á mótmælendur, en að óvíst sé að hann muni hlýða þessum fyrirmælum.
Mörg þúsund manns mótmæla á götum úti og krefjast afsagnar Hosni Múbarak forseta. Mikil óvissa er um hvað muni gerast. Herþotur hafa flogið yfir miðborgina og þyrlur fljúga í nágrenni hennar.
Herinn var kallaður út fyrir helgi til að stilla til friðar en hann hefur ekki beitt sér mikið gegn mótmælendum fram að þessu. Segja má að eins konar biðstaða ríki þar sem beðið er eftir að Múbarak annað hvort fari frá völdum eða reyni að brjóta mótmælendur á bak aftur.
Spurningin er hins hvort herinn muni fara að fyrirmælum um að beita sér gegn mótmælendum.
Khaled Ezzelarab, fréttamaður BBC í Kaíró, segir að mótmælendur á Tahrir torgi í miðborg Kaíró ætli á morgun, að bera líkistur þeirra sem fallið hafa í mótmælum gegnum miðborgina ef Múbarak verði ekki þá búinn að segja af sér.