Ætluðu að hálshöggva og skjóta blaðamenn

JP/Politikens Hus við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten …
JP/Politikens Hus við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn þar sem ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten eru. Reuters

Símhleranir leiddu í ljós, að þrír karlmenn sem handteknir voru í Danmörku nýlega, ætluðu að ráðast inn í ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn, yfirbuga starfsmenn, binda hendur þeirra með plastræmum og hálshöggva og skjóta eins marga og þeir gætu á um 20 mínútum.

Danska blaðið Ekstra Bladet sagði frá þessu um helgina.  Að sögn blaðsins hafði danska öryggislögreglan PET komið fyrir hljóðnemum í íbúð við Mørkhøjvej í Herlev þar sem mennirnir þrír voru síðan handteknir 29. desember. Heyrðust mennirnir fara með bæn og síðan sagði einn þeirra: „Þegar við hittum þá vantrúuðu þá verða þeir bundnir og hálshöggnir." 

Eftir bænina bjuggu mennirnir sig undir að fara úr íbúðinni. Þá heyrist einn mannanna segja að þeir ættu að fara og skoða aðstæður. Þetta túlkaði lögreglan þannig, að mennirnir ætluðu að aka að Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, þar sem Jyllands-Posten er með ritstjórnarskrifstofur, hugsanlega til að skoða svæðið en hugsanlega til að gera árás. Í kjölfarið voru mennirnir handteknir. 

Mennirnir þrír eru allir búsettir í Svíþjóð. Sænska öryggislögreglan Säpo hafði fylgst lengi með mönnunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert