Allsherjarverkfall boðað í Egyptalandi

Hvatt hefur verið til allsherjarverkfalls í Egyptalandi og „milljón manna kröfugöngu“ í Kaíró á morgun, þar sem hvatt verður til afsagnar forseta landsins, Hosni Mubarak.

Að sögn eins leiðtoga mótmælendanan, Eid Mohammed, hefur ekki verið ákveðið hversu lengi verkfallið mun standa yfir, en verkamenn í hafnarborginni Suez hófu verkfall í gær.

„Verkfallið mun standa þar til kröfum okkar hefur verið mætt,“ sagði Mohammed Waked, annar af leiðtogum mótmælendanna, í samtali við fréttastofuna AFP.

Að sögn AP fréttastofunnar birtust lögreglumenn og sorphirðumenn á götum Kaíró á ný í morgun og neðanjarðarlestarstöðvar voru opnaðar að nýju. Hermenn og sjálfboðaliðar, vopnaðir kylfum og sveðjum voru á verði í mörgum borgarhverfum í nótt til að koma í veg fyrir að átök brytust. út.

Talsmenn Múslimabandalagsins, samtaka heittrúaðra múslima í Egypptalandi, segja að þeir vilji stofna nefnd stjórnarandstöðusamtaka sem vinni að því ásamt Mohammad ElBaradai, fyrrverandi yfirmanni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, að sameina stjórnarandstæðinga gegn Mubarak.  

Egypsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi Múslimabandalagsins, sem vill að stofnað verði íslamskt ríki í Egyptalandi.

Mótmælandi kemur fána Egyptalands fyrir ofan á umferðarljósum á Tahrir …
Mótmælandi kemur fána Egyptalands fyrir ofan á umferðarljósum á Tahrir torginu í miðborg Kaíró. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert