Allsherjarverkfall boðað í Egyptalandi

00:00
00:00

Hvatt hef­ur verið til alls­herj­ar­verk­falls í Egyptalandi og „millj­ón manna kröfu­göngu“ í Kaíró á morg­un, þar sem hvatt verður til af­sagn­ar for­seta lands­ins, Hosni Mubarak.

Að sögn eins leiðtoga mót­mæl­end­an­an, Eid Mohammed, hef­ur ekki verið ákveðið hversu lengi verk­fallið mun standa yfir, en verka­menn í hafn­ar­borg­inni Suez hófu verk­fall í gær.

„Verk­fallið mun standa þar til kröf­um okk­ar hef­ur verið mætt,“ sagði Mohammed Waked, ann­ar af leiðtog­um mót­mæl­end­anna, í sam­tali við frétta­stof­una AFP.

Að sögn AP frétta­stof­unn­ar birt­ust lög­reglu­menn og sorp­hirðumenn á göt­um Kaíró á ný í morg­un og neðanj­arðarlest­ar­stöðvar voru opnaðar að nýju. Her­menn og sjálf­boðaliðar, vopnaðir kylf­um og sveðjum voru á verði í mörg­um borg­ar­hverf­um í nótt til að koma í veg fyr­ir að átök bryt­ust. út.

Tals­menn Múslima­banda­lags­ins, sam­taka heit­trúaðra múslima í Egypptalandi, segja að þeir vilji stofna nefnd stjórn­ar­and­stöðusam­taka sem vinni að því ásamt Mohammad El­Bara­dai, fyrr­ver­andi yf­ir­manni Alþjóðakjarn­orku­stofn­un­ar­inn­ar, að sam­eina stjórn­ar­and­stæðinga gegn Mubarak.  

Egypsk stjórn­völd hafa bannað starf­semi Múslima­banda­lags­ins, sem vill að stofnað verði íslamskt ríki í Egyptalandi.

Mótmælandi kemur fána Egyptalands fyrir ofan á umferðarljósum á Tahrir …
Mót­mæl­andi kem­ur fána Egypta­lands fyr­ir ofan á um­ferðarljós­um á Tahrir torg­inu í miðborg Kaíró. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert