Herinn mun ekki beita valdi

Egypski herinn ítrekaði það í dag að hann hygðist ekki beita mótmælendur valdi. Yfirlýsing þess efnis var birt á ríkissjónvarpsstöðinni MENA. Tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum úti í dag og stríðsástand ríkt víða í landinu.

Erlendir ferðamenn í Kaíró segja fjölmarga skothvelli hafa heyrst í dag, en þeir viti ekki hverjir séu að skjóta á hverja, eða hvort verið sé að skjóta gúmmíkúlum. Hús og bílar brenna í borginni.

Mótmælendur hafa efnt til milljón manna göngu í fjölda egypskra borga á morgun. Tilkynning hersins nú kemur í kjölfar þess að lögreglan sneri aftur út á götur, en talið er að um 125 mótmælendur hafi látist eftir viðskipti sín við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka