Herinn mun ekki beita valdi

00:00
00:00

Egypski her­inn ít­rekaði það í dag að hann hygðist ekki beita mót­mæl­end­ur valdi. Yf­ir­lýs­ing þess efn­is var birt á rík­is­sjón­varps­stöðinni MENA. Tug­ir þúsunda mót­mæl­enda hafa verið á göt­um úti í dag og stríðsástand ríkt víða í land­inu.

Er­lend­ir ferðamenn í Kaíró segja fjöl­marga skot­hvelli hafa heyrst í dag, en þeir viti ekki hverj­ir séu að skjóta á hverja, eða hvort verið sé að skjóta gúmmí­kúl­um. Hús og bíl­ar brenna í borg­inni.

Mót­mæl­end­ur hafa efnt til millj­ón manna göngu í fjölda egypskra borga á morg­un. Til­kynn­ing hers­ins nú kem­ur í kjöl­far þess að lög­regl­an sneri aft­ur út á göt­ur, en talið er að um 125 mót­mæl­end­ur hafi lát­ist eft­ir viðskipti sín við hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert