Alþjóðlega matshæfisfyrirtækið Moody'shefur lækkað lánshæfi Egyptalands úr stöðugu í neikvætt. Lánshæfiseinkunn Egypta er nú Ba2.
Í yfirlýsingu frá Moody's segir að breytingin hafi verið gerð vegna nýliðinna mótmæla í Egyptalandi og varað er við möguleikanum á frekari lækkun.
Moody's lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu í landinu, miklu atvinnuleysi, hækkandi verðbólgu og mikilli fátækt.