Fellibylurinn Yasi nálgast Ástralíu

Yasi út af norðausturströnd Ástralíu.
Yasi út af norðausturströnd Ástralíu. Reuters

Ógnarstór fellibylur nálgast nú Ástralíu, og hefur efsta hættustigi verið lýst yfir. Veðurfræðingar segja fellibylinn Yasi geta orðið þann hættulegasta í marga mannsaldra. Búist er við að hann skelli á austurströnd landsins síðdegis á morgun eða snemma á fimmtudag.

Fjölda fólks hefur verið forðað frá Queensland vegna hins yfirvofandi fárviðris, en reiknað er með að vindhraðinn geti orðið allt að 280 km/klst. Meira en 400 þúsund manns búa á svæðinu sem Yasi stefnir á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert