Misnotaði yfir 100 börn

Gabriele Berger, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Bern, á blaðamannafundi í …
Gabriele Berger, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Bern, á blaðamannafundi í dag. Reuters

Lögregla í Sviss segir, að 54 ára gamall karlmaður hafi viðurkennt að hafa misþyrmt yfir 100 börnum kynferðislega á heimilum fyrir fötluð börn í Sviss og Þýskalandi.

Lögregla í Bern segir, að misþyrmingarnar hafi átt sér stað á níu mismunandi heimilum þar sem maðurinn starfaði sem meðferðarsérfræðingur frá árinu 1982 þar til hann var handtekinn í apríl á síðasta ári. 

Gabriele Berger, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Bern, sagði við blaðamenn að meðal sönnunargagna væru myndir og myndbönd þar sem misþyrmingarnar sæjust.  

Flest fórnarlömb mannsins voru ungir karlmenn, sem voru fatlaðir eða þroskaheftir en einnig misþyrmdi hann nokkrum konum. Maðurinn er einnig sagður hafa misþyrmt börnum starfsmanna á vistheimilunum. Yngsta fórnarlambið var ársgamalt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert