Aukin harka í Kaíró

Sjö hafa látist í mótmælunum í Kaíró síðastliðinn sólarhring, þar af voru fjórir skotnir í gærkvöldi og í morgun.

Yfir eitt þúsund hafa særst frá því  í gær, þar af eru tugir manna særðir eftir skothríð stuðningsmanna Mubaraks Egyptalandsforseta, en þeir halda til á Október brúnni og skjóta þaðan á mótmælendur.

Mótmælin hafa tekið nýja stefnu eftir að stuðningsmenn forsetans hófu afskipti af þeim, en fram að því voru þau tiltölulega friðsamleg.Þeir hafa riðið um Tahrir torg á hestum og kameldýrum í því skyndi að ógna mótmælendum og hafa kastað steypuklumpum ofan af húsþökum til að styggja þá.

Mótmælendum tókst að handsama nokkra þeirra og afhentu þá her landsins. En þeim var sleppt samstundis og þá útbjuggu mótmælendurnir fangelsi, þar sem þeir héldu stuðningsmönnum forsetans föngnum. Þeir munu hafa misþyrmt þeim.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert