Handteknir fyrir að hýða stúlku til dauða

Lögregla segir að konum sé enn refsað á þennan hátt …
Lögregla segir að konum sé enn refsað á þennan hátt á afskekktum svæðum í Bangladesh. Reuters

Fjór­ir voru hand­tekn­ir í Bangla­desh grunaðir um að hafa hýtt unga stúlku til dauða. Á meðal þeirra grunuðu er íslamsk­ur klerk­ur. Verið var að refsa hinni 14 ára gömlu Mosam­met Hena fyr­ir að hafa átt í ástar­sam­bandi við gift­an mann. Refs­ing henn­ar var 100 högg með bambus­staf. Stúlk­an sagði mann­inn, sem er frændi henn­ar, hafa nauðgað sér.

Hena hné niður eft­ir 70 högg og var hún flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést stuttu síðar. Hún var hýdd á al­manna­færi í Shariat­p­ur-héraði, 35 kíló­metra frá höfuðborg­inni Dhaka. Lög­regla seg­ir refs­ing­ar á borð við þessa al­geng­ar á af­skekkt­um svæðum í land­inu. 40 ára gam­all maður sem grunaður er um að hafa tekið þátt í að fram­fylgja refs­ing­unni er á flótta und­an lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka