Hvetur til stjórnarskipta

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir að Hosni Mubarak, for­seti Egypta­lands, verði að hlusta á al­menn­ing í land­inu. Obama hvet­ur Mubarak til að taka rétta ákvörðun og hafa hag þjóðar­inn­ar að leiðarljósi. Þá hvet­ur Obama jafn­framt til þess að haf­ist verði handa við stjórn­ar­skipti þegar í stað.

„Heims­byggðin fylg­ist með,“ sagði Obama og bætti við að menn leysi ekki vand­ann með því að beita of­beldi.

„Hann [Mubarak] verður að hlusta á það sem al­menn­ing­ur er að segja og taka ákvörðun um næsta skref fram á við sem er vel skipu­lagt, sem er hef­ur þýðingu og af al­vöru,“ sagði Obama á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi með Stephen Harper, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, í dag.

„Ég trúi því að Mubarak sé annt um sína þjóð. Hann er stolt­ur, en hann er jafn­framt föður­lands­vin­ur,“ sagði Obama.

Ell­efta dag­inn í röð hafa tug­ir þúsunda mót­mælt í Egyptalandi og kraf­ist þess að Mubarak fari frá völd­um.

Frétta­skýr­andi breska rík­is­út­varps­ins í Washingt­on seg­ir að Obama hafi gengið lengra í því gefa til kynna að það sé best að Mubarak víki. Obama hef­ur hins veg­ar ekki sagt það ber­um orðum. Frétta­skýr­andi BBC seg­ir að það sé án efa mjög góðar diplóma­tísk­ar ástæður fyr­ir því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert