Ayatollah Ali Khamenei, trúarleiðtogi Írans, hvetur Egypta til að koma á fót íslamskri stjórn í landinu og losa sig við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands.
„Ekki gefast upp fyrr en ríkisstjórn fólksins byggð á trúnni hefur tekið við völdum,“ sagði Khamenei við föstudagsbænir í Íran í dag.
Hann hvatti trúarleiðtoga í Egyptalandi til að taka þátt í mótmælunum í landinu. Hann sagðist vonast eftir að egypski herinn gengi til liðs við mótmælendur og minnti á að aðalóvinur egypska hersins væru zinoistar en ekki egypska þjóðin.
Íslamska bræðralagið, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Egyptalands, lýsti því yfir í dag, að það væri tilbúið til að ræða við stjórnvöld þegar Mubarak hefði sagt af sér.