Mikill fjöldi á götum Kaíró

Meiddur mótmælandi lítur yfir sviðið á Tahir torgi í Kaíró …
Meiddur mótmælandi lítur yfir sviðið á Tahir torgi í Kaíró í dag. Reuters

Mik­ill mann­fjöldi er nú á göt­um og torg­um Kaíró og annarra borga Egypta­lands. Fólkið þrýst­ir á Hosni Mubarak að segja af sér á þess­um „brott­far­ar­degi“. Tug­ir þúsunda mót­mæl­enda eru á Tahir torgi í miðborg Kaíró.

Mót­mæl­in hafa nú staðið í ell­efu daga sam­fellt. Í dag er hvíld­ar­dag­ur múslima og krupu marg­ir til bæna á öðrum enda torgs­ins. „Við vor­um bor­in frjáls og við skul­um lifa frjáls,“ sagði Khaled al-Marak­bi sem leiddi bæn­irn­ar.

Ýmsar sjón­varps­stöðvar eru með bein­ar út­send­ing­ar frá Tahir-torgi eða friðar­torgi. Þeirra á meðal er Al Jazeera sjón­varps­stöðin.

Biðstaða egypska hers­ins, það hvernig her­inn virðist bíða átekt­ar eft­ir því sem ger­ist, vek­ur marg­ar spurn­ing­ar. Það þykir víst að her­inn muni hafa áhrif á hvernig mál­um lykt­ar í Egyptalandi.

Stjórn­mála­skýrend­ur reyna nú að ráða í hegðun hers­ins, sem er líkt við egypsk­an sfinx. Mohamed Hus­sein Tantawi marskálk­ur er varn­ar­málaráðherra og aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra. Hann seg­ir að yf­ir­menn hers­ins hafi full­vissað sig um að her­inn muni ekki hefja skot­hríð á mót­mæl­end­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert