Mótmælir samræmdri evrustjórn

Forseti framkvæmdastjórnar ESB Jose Manuel Barroso (t.v.) ræðir við Yves …
Forseti framkvæmdastjórnar ESB Jose Manuel Barroso (t.v.) ræðir við Yves Leterme forsætisráðherra Belgíu (t.h.) á leiðtogafundi ESB í Brussel í dag. Reuters

Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, kvaðst í dag „alls ekki vera sammála“ fransk-þýskri áætlun um að samræma stjórn evrusvæðisins. Í henni felst m.a. að afnema vísitölubundnar launahækkanir.

„Það verður að vera meiri efnahagssamvinna, en aðildarríki verða einnig að hafa áfram svigrúm til að framfylgja sinni eigin stefnu,“ sagði Leterme við komuna á eins dags leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í dag.

„Hver aðildarríki er með sína áherslur, sínar hefðir. Við leyfum það ekki að samfélagsgerð okkar verði leyst upp,“ bætti hann við.

Þýskaland og Frakkland fara fram á það við bandalagsþjóðir sínar á fundinum í dag að þær styðji sameiginlega yfirþjóðlega stefnumörkun  í tilraun til að stjórna hagkerfi 17 þjóða evrusvæðisins sem einu.

Áætlun í sex liðum kveður m.a. á um að vísitölubundin laun heyri sögunni til og að fyrirtækjaskattar verði samræmdir. Þá yrðu menntunarkröfur viðurkenndar á milli landa í því skyni að auka færanleika vinnuafls. Einnig yrði komið á samræmdri stefnu hvað varðar stjórn banka sem eiga í erfiðleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert