David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vísar því á bug að niðurskurður í hernaðarmálum landsins hafi leitt til þess að að Bretar séu ekki lengur leiðandi afl í heiminum.
„Undir engum kringumstæðum get ég samþykkt það. Ég vil nýta þetta tækifæri í bandarísku sjónvarpi til að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri, að staða Bretlands sem leiðandi afls í heiminum er óbreytt,“ sagði Cameron í samtali við CNN.
„Þú þarft ekki eins marga skriðdreka þegar þú stendur ekki lengur frammi fyrir sovéskum her sem hyggst þramma yfir Evrópu. Það er rétt ákvörðun að gera breytingar. Breytingar styrkja þig, gefa þér aukið vægi og efla þig í heiminum. Og þetta höfum við gert,“ segir hann.
Í október sl. kynnti ríkisstjórn Bretlands meiriháttar endurskoðun á varnarmálum, en meðal þess sem stjórnvöld hafa gert er að taka alla Harrier-herþotur úr umferð sem og Ark Royal flugmóðurskipið.
Varnarmálaráðuneytinu var gert að skera niður um 8%. Alls munu um 17.000 missa vinnuna á næstu fimm árum, og á það jafnt við land-, sjó- og fluger.