Ógn af skógareldum í Ástralíu

Frá skógareldum í Ástralíu
Frá skógareldum í Ástralíu AP

Ekkert lát virðist vera á hörmungum af völdum flóða, elda og fellibylsins Yasi í Ástralíu en þar lést maður í Wagga Wagga eftir að flóðbylgja hreif bíl hans þegar hann reyndi að keyra yfir á sem hafði bólgnað verulega í rigningunum að undanförnu.

Samkvæmt áströlskum fjölmiðlum hafa allt að 20 hús brunnið til grunna, í skógi vöxnum útjaðri sunnan Perth, sem  er stærsta borgin i Vestur-Ástralíu ríki. Einnig stendur ógn af eldi norðanmegin Perth en þar hefur fólk í um 150 húsum neyðst til að yfirgefa heimili sín.

Aðeins eru um tvö ár síðan 173 menn týndu lífi í skógareldum sem gleyptu heilu þorpin í Viktoríuríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert