Um tvær milljónir hjóna skildu í Kína í fyrra, næstum tvöfalt fleiri en gengu í hnapphelduna. Skilnuðum hefur fjölgað um 14,5% frá árinu 2009.
Alls skildu 1,96 milljónir para, en 1,2 milljón giftu sig. Skilnuðum í Kína hefur fjölgað mjög frá árinu 2003, þegar lögum var breytt á þann veg að talsvert auðveldara er að skilja nú en áður var.
Áður þurftu hjón að fá skriflegt leyfi frá vinnustað sínum eða yfirvöldum á staðnum til þess að fá að skilja.
Sumir embættismenn í Kína hafa farið fram á að þessi eldri lög verði tekin upp aftur, til að stemma stigu við þessum mikla fjölda skilnaða.
Ein ástæða þessarar auknu skilnaðartíðni er talin vera aukin fjárráð almennings, sem leiðir til aukins sjálfstæðis bæði karla og kvenna.
Sichuan hérað, sem er í suð-vesturhluta landsins, er það svæði Kína þar sem tíðni skilnaða er hæst. Ástæða þess er talin vera sú að algengt er að íbúar héraðsins sæki vinnu um langan veg. Slíkar fjarvistir eru taldar auka líkur á skilnaði.