Mubarak á þýskan spítala?

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. Reuters

Þýskir stjórnmálamenn ræða nú kosti og galla þess að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, dragi sig í hlé með því að leggjast inn á spítala í Þýskalandi. Mubarak hefur áður verið undir læknishendi í Þýskalandi og aðstoðarmenn hans munu hafa verið í sambandi við þýsk einkasjúkrahús vegna þessa.

Þetta kemur fram á fréttavef danska dagblaðsins Politiken.

Margir telja þetta vera gullið tækifæri fyrir Mubarak, að draga sig til baka með sæmd af heilbrigðisástæðum.

Skoðanir um þetta eru skiptar á milli þýskra stjórnmálamanna. Sumir vilja gera hvað sem er til að liðka fyrir afsögn Mubaraks, en aðrir líta á þessa hugmynd sem svik við Egypta og málstað þeirra.

Enn aðrir hafa bent á að Þjóðverjar eigi ekki að vera ábyrgir fyrir forsetanum, að Þýskaland eigi ekki að vera glæsiathvarf fyrir fyrirmenni á pólitískum flótta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert