Þriðja vika mótmæla hafin

Mótmælin í Egyptalandi hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og fjöldi manns eyddi nóttinni á Tahrir torgi í miðborg Kaíró, margir leituðu skjóls undir skriðdrekum, sem mynda hring umhverfis torgið.

Mótmælendur hafa ekki gefist upp á að krefjast afsagnar Mubaraks forseta landsins og kölluðu slagorð er sólin kom upp í morgun.

Vopnaðir egypskir hermenn gæta þess að enginn fari með vopn inn á torgið, mótmælendur leita einnig á fólki á torginu og athuga skilríki til að hindra að lögreglumenn smygli sér í raðir mótmælenda.

Settar hafa verið upp litlar heilsugæslustöðvar til að aðstoða þá sem á þurfa að halda, en margir hafa veikst af kvefi og flensu eftir að hafa sofið dögum saman í tjaldi eða undir plastdúk.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert