Vilja hraða Berlusconi réttarhöldum

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi
Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi Reuters

Lögmenn sem rannsaka ásakanir á hendur Silvios Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafa farið fram á að réttarhöldunum verði hraðað.

Berlusconi er ásakaður um að hafa hafi greitt fyrir kynlíf með stúlkum undir lögaldri og misnotað völd sín, 

Ríkissaksóknari Ítalíu,  Bruti Liberati, segir að rannsókninni sé næstum því lokið, en meðal rannsóknarefna eru samskipti Berlusconis við dansmey á næturklúbbi, sem er undir lögaldri og gengur undir nafninu Ruby hjartaþjófur.

Liberati segist reikna með að farið verði með ásakanirnar sem aðskilin mál og að fyrst og fremst verði einblínt á ásakanir um misnotkun á völdum. Meðal þess sem Berlusconi er ásakaður um í þeim efnum er að hafa skipað lögreglu að láta Ruby lausa eftir að hún hafði verið tekin föst fyrir þjófnað.

Í síðasta mánuði sögðust dómstólar hafa sannanir þess efnis að Berlusconi hefði hitt vændiskonur í glæsiíbúðum. Vændi er ekki ólöglegt á Ítalíu, en það er ólöglegt að eiga samræði við stúlkur undir lögaldri.

Verði forsætisráðherrann fundinn sekur, gæti beðið hans allt að þriggja ára fangelsisvist vegna samskipta við ungar stúlkur og sex til átta ára fangelsi fyrir misbeitingu á valdi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert