Átök magnast í Egyptalandi

Frá mótmælum á Tharir-torgi í Kaíró í kvöld, en átök …
Frá mótmælum á Tharir-torgi í Kaíró í kvöld, en átök hafa einnig breiðst út um landið. Reuters

Mót­mæl­in í Egyptalandi halda áfram og hafa breiðst út um allt land. Þannig lokuðu mót­mæl­end­ur járn­braut­um og þjóðveg­um við borg­ina Assiut í dag, sem eru mik­il­væg­ar sam­göngu­leiðir milli norður- og suður­hluta lands­ins. Þá lét­ust minnst fimm manns í átök­um í bæn­um Kharga. Alls hafa um 300 manns lát­ist frá því að mót­mæl­in hóf­ust fyr­ir um tveim­ur vik­um.

Borg­in Assiut er um 350 km suður af höfuðborg­inni, Kairó. Þar þustu um 4.000 mót­mæl­end­ur út á göt­ur og lokuðu lest­artein­um með timbri og múr­stein­um. Einnig var kveikt í dekkja­stæðum. Krafa mót­mæl­enda er áfram sú sama, að for­set­inn Hosni Mubarak fari taf­ar­laust frá völd­um.

Ut­an­rík­is­ráðherra Egypta­lands lýsti því svo yfir í kvöld að stjórn­völd muni beita hervaldi í aukn­um mæli til að koma í veg fyr­ir alls­herj­ar upp­lausn í land­inu, eins og það var orðað.

Mótmælendur bera á milli sína stóran fána Egyptalands í Karíró …
Mót­mæl­end­ur bera á milli sína stór­an fána Egypta­lands í Karíró í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert