Lést eftir fegrunaraðgerð

Lögregla í Bandaríkjunum rannsakar nú lát tvítugrar breskrar stúlku sem gekkst undir fegrunaraðgerð á hóteli í Philadelphiu. Aðgerðin fólst í því að sílikoni var dælt í þjóhnappa stúlkunnar.

Stúlkan, sem hét Claudia Adusei, lést á sjúkrahúsi í gærmorgun. Daginn áður lét hún sprauta í sig sílikoni á Hampton Inn hótelinu skammt frá alþjóðaflugvellinum í Pennsylvaníu.

Grunur leikur á, að tvær konur hafi stundað ólöglegar fegrunaraðgerðir í herbergjum á hótelinu. Breska stúlkan fór frá Bretlandi til Bandaríkjanna á ásamt þremur  öðrum stúlkum og lét ein þeirra sprauta sílikoni í mjaðmir sínar og greiddi fyrir það 1800 dali, 209 þúsund krónur.

Sjónvarpsstöðin NBC hefur eftir réttarmeinafræðingi, að talið sé að dánarorsök stúlkunnar hafi verið sú, að sílikoni hafi verið sprautað í æðakerfi hennar og valdið blóðtappa.  

Adusei og vinkona hennar, sem gengust undir aðgerðirnar, fóru einnig til Philadelphiu í nóvember til að gangast undir svipaðar aðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert