Veglegt vopnabúr öldungs

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni.

Þýska lögreglan fann 362 vopn við húsleit hjá 83 ára gömlum manni í bænum Beckingen, sem er í vesturhluta Þýskalands.

Nágrannar höfðu kvartað undan hegðun mannsins, en hann hafði hótað fólki og sýnt merki um árásarhneigð.

Meðal þess sem fannst í vopnabúri öldungsins voru 35 rifflar, 77 skammbyssur, sérstakur árásarriffill,  vélbyssur og sprengikúlur, til þess ætlaðar að valda sem mestum skaða með skotvopnum.

Auk þess átti maðurinn afar hættulega hnífa, sem eru bannaðir í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert