Ekkert lát á mótmælum

Egypskir hermenn á verði við Giza píramítann skammt frá Kaíró.
Egypskir hermenn á verði við Giza píramítann skammt frá Kaíró. Reuters

Enn fjölgar í röðum mótmælenda í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Þúsundir manna eru nú framan við þinghúsið í borginni og á Tahrir torgi og krefjast þess að ríkisstjórnin fari frá.

Mótmælendur hafa sett upp bækistöðvar á báðum stöðunum og reist þar skýli og sett upp skilti og borða með slagorðum gegn stjórnvöldum,

Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, gaf til kynna í gær að þolinmæði stjórnvalda væri brátt á þrotum og hugsanlega yrði herinn beðinn um að ryðja svæðin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert