Herinn bjargi þjóðinni

Mikil reiði braust út meðal mótmælenda vegna ræðu forsetans og …
Mikil reiði braust út meðal mótmælenda vegna ræðu forsetans og sumir létu fyrirlitningu sína í ljós með því að ota skóm að sjónvarpsskjá þar sem forsetinn ávarpaði þjóðina.

Mohames ElBaradei segir hættu á að Egyptaland springi. Herinn verði núna að bjarga þjóðinni. Vísbendingar eru um að herinn tali ekki einni röddu og að hluti hans vilji að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum.

ElBaradei er einn af forystumönnum mótmælenda, en hann hefur krafist þess að Mubarak fari frá völdum.

Reiði og vonbrigði einkenna viðbrögð mótmælenda við ræðu Mubaraks í kvöld. Sumir mótmælendur hafa gengið að sjónvarpshúsinu og aðrir eru á leið að forsetahöllinni. Óljóst er hver verða næstu skref mótmælenda. Mikil öryggisgæsla er við forsetahöllina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert