Mikil ólga í Kaíró

Almennt hafði verið búist við að Mubarak segði af sér í kvöld og því kom ræða forsetans í egypska ríkissjónvarpinu í kvöld nokkuð á óvart. Óttast er að þessi ákvörðun forsetans leiði til frekari átaka.

Mikil reiði braust út á meðal þeirra rúmlega 200.000 mótmælenda, sem voru á Tahrir torgi. Þeir hrópuðu „Niður, niður með Mubarak.“

Mótmælendur á Tahrir-torgi ganga nú í átt að forsetahöllinni og þar er mikil ólga.

Her heldur uppi lögum og reglum, en hefur ekki hindrað för mannfjöldans. Fólkið krefst þess að herinn taki ákvörðun um hvort þeir ætli að standa með stjórninni eða þjóðinni. Mótmælendur hrópa: „Egypski herinn, þið verjið að velja núna; stjórnina eða fólkið.“

Krafist er allsherjarverkfalls og þegar hafa margar starfsstéttir og starfsmenn stórra fyrirtækja lagt niður störf.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert