Segir Assange hafa misþyrmt ketti

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Fyrrum talsmaður WikiLeaks, þýski forritarinn Daniel Domscheit-Berg, ásakar Julian Assange um ýmislegt í opinskárri bók sem hann hefur gefið út um innra starf hópsins sem stendur að baki vefsíðunni og leiðtoga hans, Assange. Þar á meðal er Assange sakaður um að hafa beitt kött fyrrum talsmannsins ofbeldi.

„Julian sóttist sífellt eftir yfirráðum, meira að segja yfir kettinum mínum Herr Schmitt,“ segir Domscheit-Berg m.a. í bók sinni „Wikileaks að innan: Starfstími minn með Julian Assange við hættulegustu vefsíðu heims.“ Að sögn Domscheit-Berg sturlaðist kötturinn þegar Assange dvaldi hjá honum í Wiesbaden árið 2009. „Julian réðst stöðugt á dýrið. Hann breiddi úr puttunum líkt og gaffall og greip um kverkarnar á kettinum.“ Domscheit-Berg segir köttinn einstaka sinnum hafa náð að klóra Assange. „Þetta hlýtur að hafa verið kettinum martröð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka