Milljón Egypta mótmælir

Að minnsta kosti ein milljón manna tekur nú þátt í mótmælaaðgerðum í Egyptalandi, að sögn fréttastofunnar AFP. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, er sagður hafa yfirgefið Kaíró, höfuðborg landsins, ásamt fjölskyldu sinni, og dvelji um helgina í húsi sínu í Sharm el-Sheikh við Rauðahaf.

AFP segir, að mikill mannfjöldi krefjist þess nú í borgum víða um Egyptaland, að Mubarak láti af embætti.  Mubarak flutti í gærkvöldi sjónvarpsávarp og sagðist ekki ætla að segja af sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka