Milljón Egypta mótmælir

00:00
00:00

Að minnsta kosti ein millj­ón manna tek­ur nú þátt í mót­mælaaðgerðum í Egyptalandi, að sögn frétta­stof­unn­ar AFP. Hosni Mubarak, for­seti Egypta­lands, er sagður hafa yf­ir­gefið Kaíró, höfuðborg lands­ins, ásamt fjöl­skyldu sinni, og dvelji um helg­ina í húsi sínu í Sharm el-Sheikh við Rauðahaf.

AFP seg­ir, að mik­ill mann­fjöldi krefj­ist þess nú í borg­um víða um Egypta­land, að Mubarak láti af embætti.  Mubarak flutti í gær­kvöldi sjón­varps­ávarp og sagðist ekki ætla að segja af sér. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert