Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að egypska þjóðin myndi ekki sætta sig við neitt annað en lýðræði og hann hvatti herinn til að tryggja að stjórnarbreytingarnar yrðu trúverðugar.
„Egyptar hafa talað, hlustað hefur verið á raddir þeirra og Egyptaland verður aldrei samt aftur,“ sagði Obama. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig eftir afsögn Mubaraks.
„Mubarak brást við kröfum Egypta með því að víkja.Egypska þjóðin hefur lagt áherslu á að hún sættir sig ekki við neitt annað en ekta lýðræði.“
Obama varaði við að erfiðir tímar gætu verið framundan í Egyptalandi.