Rýma þurft danskan lestarvagn í dag, þegar slanga slapp úr tösku eiganda síns og hóf að leika lausum hala í vagninum, við lítinn fögnuð farþeganna.
Eigandanum gekk illa að handsama slönguna og þá var brugðið á það ráð að stöðva lestina í Fredericia í Jótlandi, þar sem farþegarnir fóru í annan vagn.
Eigandinn náði slöngunni eftir nokkurt þref.
Frá þessu segir á vef Jyllands-Posten
Í fyrstu var talið að um python slöngu væri að ræða, en þær eru afar hættulegar. Svo reyndist þó ekki vera.