Þrýst á frystingu eigna Mubaraks

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði af sér embætti á föstudaginn …
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði af sér embætti á föstudaginn var.

Þrýstingur er á bresk stjórnvöld að hafa uppi á og frysta eigur Hosnis Mubarak, fyrrverandi forseta Egyptalands. Fjölskylda Mubaraks hefur sterk tengsl við England.

Gamal sonur Mubaraks rak á sínum tíma fjárfestingafélag í London, að sögn The Washington Post. Mögulegt er talið að félagið hafi verið notað til að fela eitthvað af auðævum fjölskyldunnar.

Svissnesk stjórnvöld hafa þegar fryst eigur Mubaraks en slíkt hefur ekki verið gert í Bretlandi. Breska fjármálaráðuneytið segir að einungis verði gripið til frystingar ef egypsk stjórnvöld óska eftir því, eða ef evrópsk yfirvöld eða Sameinuðu þjóðirnar setja Mubarak á svartan lista. Eins ef það að frysta ekki eigurnar er talið ógna beinlínis breskum hagsmunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert