George H.W. Bush fær orðu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hengir orðu um háls forvera síns …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hengir orðu um háls forvera síns í embætti, George H.W. Bush, sem var forseti 1989-1993. Reuters

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna veitti fimmtán Banda­ríkja­mönn­um orðu í dag fyr­ir ýmis störf í þágu þjóðar­inn­ar.

Meðal þeirra sem fengu orðu í dag, er fyrr­um for­seti Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1989-1993 , Geor­ge H.W. Bush.

Bush, sem er 86 ára fékk frels­isorðuna, sem er æðsti heiður sem óbreytt­um borg­ur­um get­ur veist.

Orðuna geta þeir fengið sem hafa lagt mikið af mörk­um til að auka ör­yggi lands­ins eða  unnið að þjóðar­hag Banda­ríkj­anna með ýms­um hætti.

Obama hrósaði for­set­an­um fyrr­ver­andi fyr­ir ein­staka diplóma­tíska hæfi­leika og sagði hann hafa átt stór­an þátt í að kalda stríðið tók enda.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert