Undirskriftasöfnunin á vefsíðunni kjosum.is er til umfjöllunar á vefsíðu Lundúnablaðsins The Guardian í dag.
Þar segir að sá fjöldi sem hefur skrifað undir á síðunni, hafi komið mörgum á óvart, en þeir nálgast óðfluga 30.000.
Í frétt Guardian segir að ef InDefence hópurinn myndi styðja undirskrifasöfnunina, þá myndi það styrkja málstaðinn enn frekar.
Margir Íslendingar telji erlendar stórþjóðir hafa valtað yfir sig og beri aðstæður sínar helst saman við Versalasamninga Þjóðverja eftir heimsstyrjöldina fyrri.