Las vitlausa ræðu í þrjár mínútur

S.M. Krishna, utanríkisráðherra Indlands.
S.M. Krishna, utanríkisráðherra Indlands. Reuters

Hinn aldni ut­an­rík­is­ráðherra Ind­lands, S.M. Kris­hna, gerði þau vand­ræðal­egu mis­tök að lesa fyrstu þrjár mín­út­ur af ræðu portú­galsks koll­ega síns í ræðustól, án þess að verða þess var. Aðstoðarmaður hans þurfti að stökkva til og bjarga því sem bjargað varð.

Málið þykir hið vand­ræðal­eg­asta fyr­ir hinn 78 ára gamla Kris­hna, en sjálf­ur hef­ur hann gert lítið úr uppá­kom­unni sem varð á fundi hjá Sam­einuðu þjóðunum í síðustu viku.

„Per­sónu­lega kýs ég fagna þeirri skemmti­legu til­vilj­un að full­trú­ar tveggja portú­gölsku­mæl­andi landa, Bras­il­íu og Portú­gals, eru viðstadd­ir,“ sagði Kris­h­an þegar mis­tök­in urðu ljós.

Hann hef­ur síðan sagt að „ekk­ert hafi verið að þessu.“

„Það voru svo mörg blöð á borðinu fyr­ir fram­an mig að fyr­ir mis­tök tók ég fram ranga ræðu,“ sagði hann. „Þannig var þetta, því miður.“

Ind­verska dag­blaðið Hindust­an Times stríddi Kris­hna með því að tengja mis­tök­in við þá staðreynd að Portúgal­ir hafi eitt sinn verið ný­lendu­herr­ar yfir hluta Ind­lands.

„Ef við ætl­um að velta okk­ur upp úr ný­lendu­tím­an­um er margt sem við get­um þakkað Portú­göl­um fyr­ir. Það minnsta sem við get­um gert er að lesa upp úr ræðunum þeirra af og til,“ sagði í blaðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert