Kim Jong-Il fagnar afmæli sínu

Norður-Kóreubúar eru í veisluskapi í dag, en leiðtogi landsins, Kim Jong-Il, fagnar 69 ára afmæli sínu í dag.

Reynt verður að stilla veisluhöldum í hóf. Þó hafa stræti og torg verið skreytt með luktum og árnaðaróskum til heiðurs afmælisbarninu. Af öðrum viðburðum má nefna kvikmyndasýningu, sundleikfimisýningu og hátíð sem tileinkuð er Kimjongilia, en það er jurt af ætt begóníu, sem skírð er í höfuðið á leiðtoganum.

Flugvél flaug með sælgæti og kökur til barna sem búsett eru á eyjum í Gulahafi, sem tilheyra Norður-Kóreu.

Vaninn er íbúar landsins fái matargjafir í tilefni afmælisins, yfirleitt 5-10 daga skammt af hrísgrjónum eða korni. En í morgun höfðu gjafirnar ekki borist til landsmanna. Matarskortur er í landinu og eru Sameinuðu þjóðirnar nú að meta ástandið.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert