Bagdad krefst skaðabóta

Leifar sprengjuvarnarveggs eftir árás í Bagdad.
Leifar sprengjuvarnarveggs eftir árás í Bagdad. Reuters

Borgaryfirvöld í Bagdad afsökunarbeiðni frá Bandaríkjamönnum og milljarðs dollara í bætur vegna skemmda bandaríska hersins á borginni frá því að hann kom Saddam Hussein í innrásinni í Írak. Sprengjuárásir Bandaríkjamanna á borgina eru þó ekki teknar með í reikninginn.

Það eru hertrukkar og sprengjuvarnarveggir bandaríska hersins sem fara fyrir brjóstið á borgaryfirvöldum í höfuðborginni og segja þau innviði borgarinnar og fegurð hennar hafa verið stórskaðaða af hernum.

„Bandaríski herinn breytti þessari fallegu borg í herstöð á ljótan og eyðandi átt sem endurspeglar fávisku og fálæti um einföldustu form almenns smekks,“ segir í tilkynningu.

„Vegna hinna miklu skemmda sem hafa leitt til taps sem borgaryfirvöld í Bagdad hafa ekki efni á krefjumst við þess að Bandaríkjamenn biðji borgarbúa afsökunar og greiði þennan kostnað.“

Ekkert var þó minnst á skemmdir vegna sprengjuárása á borgina.

Úthverfi Bagdad hafa verið lokuð af með mörgum kílómetrum af sprengjuvarnarveggjum úr steinsteypu sem skapa gríðarleg umferðaröngþveiti í borginni. Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr ofbeldi í borginni á síðustu árum hafa aðeins um 5% af veggjunum verið tekin niður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert