Atvinnulausir Bretar geta ekki lengur gengið að því að sem vísu að fá atvinnuleysisbætur á sama tíma og milljónir erlendra innflytjenda sinna láglaunastörfum. Þetta kom fram í máli Iain Duncan, ráðherra atvinnu- og bótamála, sem kynnir nýjar áherslur í atvinnumálum síðar í dag.
Fram kemur á vef breska blaðsins Independent að stoppað verði upp í göt í velferðarkerfinu sem gerir sambýlisfólki kleift að þiggja meiri bætur kjósi það að búa sitt í hvoru lagi. Þá verða þeir sviptir bótum í allt að þrjú ár sem neita að taka starfi sem þeir eiga kost á.
Jafnframt verða viðurlög við bótasvikum hert.
Duncan mun sem fyrr segir svipta hulunni af nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum í dag en David Cameron forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stefnt verði að því að binda endi á þann „kúltur“ hjá launþegum að skrá sig veika úr vinnu og þiggja þar með veikindabætur.