Tvær ungar sænskar konur voru meðal tólf sem létust þegar ferðamannabátur sökk í Ha Long flóa í morgun. Níu erlendum ferðamönnum og sex heimamönnum var bjargað úr sjónum.
Mikill leki kom að skipinu og það sökk snemma í morgun. 11 erlendir ferðamenn og einn víetnamskur leiðsögumaður drukknuðu en fólkið var sofandi í klefum sínum þegar skipið sökk.
Auk sænsku kvennanna tveggja voru ferðamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu og Sviss um borð í bátnum.