Bretar selja Bareinstjórn táragas

Skriðdrekar á götum Manama, höfuðborgar Barein.
Skriðdrekar á götum Manama, höfuðborgar Barein. Reuters

Bresk stjórnvöld sæta nú gagnrýni fyrir að hafa hemilað sölu vopna og búnaðar til að hafa hemil á mótmælendum til stjórnvalda í þeim Arabaríkjum þar sem nú er krafist lýðræðislegra umbóta. Hefur breska stjórnin til dæmis selt konungsfjölskyldunni í Barein tæki til að hafa stjórn á mótmælendum.

Hafa bresk fyrirtæki þannig selt táragas til Barein, skotvopn til Líbíu sem eru hönnuð eru til að tvístra mótmælendum og orrustuþyrlur til Alsírs.

Fram kemur í umfjöllun Independent að á þriðja ársfjórðungi síðasta árs hafi grænt ljós verið gefið á sölu handsprengja og reyksprengja til Barein, svo eitthvað sé nefnt, en til að setja þá sölu í samhengi hafa minnst fjórir látist og 231 særst í aðgerðum óeirðalögreglu gegn mótmælendum í Persaflóaríkinu.

Segir á vef blaðsins að bresk stjórnvöld hafi látið undan þrýstingi og boðað endurskoðun á nýlegum heimildum til vopnasölu til Barein. Það var hins vegar ekki minnst á önnur ríki í Arabaheiminum þar sem lýðræðið hefur átt undir högg að sækja.

Verkamannaflokkurinn hefur gagnrýnt vopnasöluna og segir Denis MacShane, utanríkisráðherra í skuggaráðuneyti flokksins, að honum byði við viðskiptunum. 

Ástvinur manns sem slasaðist í aðgerðum lögreglu bíður á milli …
Ástvinur manns sem slasaðist í aðgerðum lögreglu bíður á milli vonar og ótta á sjúkrahúsi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert